Félagsvist sept. 2014

Félagsvist vetrarins (ICELANDAIR-vistin) hefst að nýju á föstudagskvöldið 26. september, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi. Takmarkaður fjöldi þátttakenda og nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku, eigi síðar en á miðvikudagskvöldið 24. september, með því að senda tölvupóst á netfangið hér.

Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum í Jónshúsi.