Flokkaskipt greinasafn: Stjórn ÍFK

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Falki

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn, boðar til aðalfundar félagsins:

fimmtudaginn 29. október 2015, kl. 19:30

Aðalfundurinn verður haldinn í:

Jónshúsi
Øster Voldgade 12
1350 København K

Fundardagskrá verður með hefðbundnu sniði samkvæmt 7. grein samþykkta félagsins.

Samkvæmt 5. grein samþykkta félagsins, hafa einungis skuldlausir félagsmenn frá síðasta reikningsári (2014 til 2015) atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Hverju árgjaldi fylgir eitt atkvæði. Það verður mögulegt að greiða félagsgjald komandi árs áður en aðalfundurinn hefst til að öðlast atkvæðisrétt og kjörgengi.

Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla um starfsemina á liðnu ári/stjórnartímabili.
3. Reikningar lagðir fram.
4. Lagabreytingar.
5. Kosningar í stjórn og nefndir.
6. Kosning endurskoðanda (tveir og einn til vara).
7. Ákvörðun árgjalda.
8. Önnur mál.

Tillögur að lagabreytingum er hægt að senda á netfangið hér, í síðasta lagi 15. október nk.

Allir velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin