Flokkaskipt greinasafn: Stjórn ÍFK

Sölutjöld á 17. júní hátíðahöldum ÍFK

20130615_141351

Að vanda mun ÍFK standa að Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn, sem að þessu sinni fer fram laugardaginn 20. júní á Femøren, í Amager Strandpark. Af því tilefni auglýsum við eftir þér, sem prjónar, bakar, selur, málar, skrifar, ræktar, flytur inn, eða framleiðir eitthvað, sem að þú vilt koma á framfæri. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið hér, með nafni og því sem að þeir vilja koma á framfæri.  Ef að þú kemur með eigið tjald, kostar ekkert að vera með, en ef að þú vilt leigja tjald af félaginu, þá er leigan 200 kr.

Með sumarkveðju,
ÍFK