Páskabingó 2017 – Uppselt

Kæru Íslendingar.

Páskabingó ÍFK, verður haldið í Jónshúsi, sunnudaginn 2. apríl, kl. 14:00. Spilaðar verða sex umferðir, þar sem í verðlaun eru gómsæt íslensk páskaegg. Skráning fer fram hér. 1 bingóblað með 6 spjöldum innifalið í miðaverði. Félagar í ÍFK fá 1 blað ókeypis gegn framvísun kvittunar fyrir greiddu félagsgjaldi. Takmarkaður fjöldi þátttakenda og miðasalan fer eingöngu fram á billetto.

Að bingóinu loknu sláum við upp alvöru íslensku kaffihlaðborði. Allir taka með sér heimabakað góðgæti á kaffihlaðborðið! ÍFK býður upp á kaffi og djús.

ÍFK þakkar Góu og Islandsfisk fyrir veittan stuðning.

Með páskakveðju,
Stjórnin